Sumarstarf fyrir börn 7-10 ára
Starfið hefst þann 10. júní og verður í 4 vikur, þ.e. til 5. júlí. Starfsemin verður með þeim hætti að ráðinn verður 1 fullorðinn aðili til að halda utan um starfið en síðan mun hópur unglingar úr unglingavinnunni verða til aðstoðar. Um verður að ræða samveru úti og innileiki, vettvangsferðir o.fl.
Starfsemin fer fram í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og er frá kl. 9:00 að morgni til kl. 16:00. Fyrsta daginn 10. júní hefst starfið kl. 13:00. Verð er kr. 2.500 á viku.
Fylla þarf út meðfylgjandi skráningarblað og skila í Ráðhúsi Borgarbyggðar fyrir 21. maí n.k. Skráningarblaðið má senda rafrænt til hjordis@borgarbyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Hjartardóttir, s: 4337100, netfang: hjordis@borgarbyggd.is.
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar