Yngstu nemendurnir fá öryggisvesti

maí 23, 2013
Félagar úr Björgunnarsveitinni Brák komu færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi og gáfu skólanum 33 endurskinsvesti. Vestin eru ætluð yngstu nemendum skólans og koma sér sannarlega vel í vettvangsferðum þeirra.Það voru nemendur í fyrstu bekkjum skólans sem tóku á móti gjöfinni. Björgunarsveitinni Brák eru færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
 
 

Share: