Heimir Klemenzson píanóleikari heldur framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju fimmtudaginn 9. maí kl. 20.00. Á tónleikunum flytur hann m.a, verk eftir Grieg, Chopin, Haydn og Katzaturian. Heimir, ásamt Quintet sínum, mun einnig flytja frumsamið verk.
Heimir hefur stundað nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá árinu 1998 og hefur Jónína Erna Arnardóttir verið kennari hans lengst af. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.