Fjallskilaseðlar frá afrétta- og fjallskilanefndum verða eins og í fyrra aðgengilegir á heimasíðunni. Þeir verða settir inn eftir því sem þeir berast. Til að nálgast seðlana er farið inn á starfsemi undir bláu valstikunni á forsíðu heimasíðunnar. Þar til hliðar er farið í landbúnaður og síðan fjallskilasjóðir. Á þeirri síðu er síðan farið inn á fjallskilaseðlar 2013. Þá má einnig …
Afsteypa af Hafmeyjunni í Skallagrímsgarði
Fimmtudaginn 15. ágúst var 100. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar haldinn í Reykholti. Þar lagði Björn Bjarki Þorsteinsson fram eftirfarandi tillögu: Í tilefni af 100. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem haldinn er í Reykholti 15. ágúst 2013 er lagt til að sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki að láta gera afsteypu af listaverki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Afsteypan yrði síðan sett upp í Skallagrímsgarði næsta …
Það er leikur að læra….
Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Á Varmalandi er skólasetning kl. 10.00, á Hvanneyri kl. 12.00 og skólinn á Kleppjaárnsreykjum verður settur kl. 14.00. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá föstudaginn 23. ágúst. Skóladagatal Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi verður í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi mánudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. ágúst. Skóladagatal Grunnskólans …
Tónlistarskólinn getur bætt við nemendum
Nú í vikunni hefst vetrarstarf Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Kennarar hitta nemendur og raða niður á tíma fimmutdaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst næstkomandi og kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst. Enn er hægt er að bæta við nokkrum nemendum í gítar og á blásturshljóðfæri. Einnig er velkomið að sækja um á önnur hljóðfæri. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 437 …
Veljum í vinningslið!
Borgarbyggð auglýsir eftir áhugasömum íbúum til að taka þátt í Útsvari næsta vetur. Þeir sem hafa áhuga á að komast í lið Borgarbyggðar eru beðnir um að senda tölvupóst til fræðslustjóra á netfangið asthildur@borgarbyggd.is sem allra allra fyrst. Einnig má gjarnan senda tilnefningar á sama netfang.
Frá Tómstundaskólanum í Borgarnesi
Tómstundaskólinn í Borgarnesi verður opinn fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst þrátt fyrir að setningu grunnskólans hafi verið frestað til 26. ágúst. Tómstundaskólinn verður opinn nemendum í 1.-4. bekk frá kl. 8.00-16.00, báða dagana. Skrá þarf börnin annað hvort hjá forstöðukonu, Jónínu Heiðarsdóttur á netfangið joninahe@grunnborg.is eða hjá ritara skólans Siggu Helgu, í síma 437-1229. Taka þarf fram hvaða …
100. fundur sveitarstjórnar
Fimmtudaginn 15. ágúst verður haldinn 100. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Af því tilefni verður fundurinn haldinn í hátíðasal fv. héraðsskólans í Reykholti. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Fundargerð sveitarstjórnar 13.06. ( 99 ) 2. Fundargerðir byggðarráðs 20.06., 27.06., 04.07., 18.07., 01.08. og 08.08 ( 273, 274, 275, 276, 277, 278 ) 3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar 05.07. ( 33 ) …
Líf og fjör í Safnahúsi Borgarfjarðar
Ævintýri fuglannaMikil aðsókn hefur verið að sýningum í Safnahúsi Borgarfjarðar það sem af er ári og líflegt hefur verið á bókasafninu í sumar. Sumarlesturinn er í fullum gangi og krakkar duglegir að skila inn bókatitlum. Í Safnahúsi eru nú þrjár sýningar, Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og myndlistarsýning Tolla. Sýningar eru opnar alla daga frá 13.00-17.00 og bókasafnið er …
Íbúðalánasjóður – íbúðir til leigu í Borgarbyggð
Íbúðalánasjóður hefur auglýst þrjár íbúðir í Borgarnesi og tvær íbúðir á Hvanneyri til útleigu. Um er að ræða 2 og 4 herbergja íbúðir við Brákarbraut og 4 herbergja íbúð við Arnarklett í Borgarnesi og tvær 2 herbergja íbúðir við Sóltún á Hvanneyri. Eignirnar eru auglýstar á http://fasteignir.visir.is/ og http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um þær með því …
Nýr stigi upp á Grábrók
Umhverfisstofnun hefur nú samið við byggingarfyrirtæki Eiríks J. Ingólfssonar um smíði nýs 103 þrepa stiga á Grábrók og mun fyrirtækið hefja þá smíði í haust. Þetta verður verðug viðbót við þá stiga sem fyrir eru á svæðinu og ferðamenn láta mjög vel af. Á undanförnum árum hefur byggingarfyrirtæki Eiríks smíðað fyrir Borgarbyggð alla stigana sem liggja upp á Grábrók. Auk …