Allir nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi komu saman í íþróttahúsinu á föstudaginn að dansa Vinaliðadansinn.
Þessi „gjörningur“ var framinn í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn var hátíðlegur um land allt. Um 340 manns dönsuðu vinaliðadansinn og settu trúlega „heimsmet í Borgarnesi“ en líklegt er að aldrei áður hafi svo fjölmennur hópur dansað þar saman. Myndina tók Jónína Laufey Jóhannsdóttir.