Sérkennari við Grunnskólann í Borgarnesi

nóvember 11, 2013
Frá og með 2. janúar næstkomandi vantar sérkennara til starfa í unglingadeild við Grunnskólann í Borgarnesi.
Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með 289 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn vinnur samkvæmt Uppbyggingarstefnunni, er Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans www.grunnborg.is
Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi og í teymisvinnu samkvæmt stefnu skólans.
Menntun, reynsla og hæfni:
B.ed. próf.
Æskilegt að viðkomandi hafi meistarapróf í sérkennslufræðum.
Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.
Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af kennslu nemenda með sérþarfir.
Umsóknarfrestur er til og með 9. desember nk.
Nánari upplýsingargefur Hilmar Már Arason, hilmara@grunnborg.isskólastjóri í síma 4371229.
 

Share: