Lágur þrýstingur verður á heita vatninu í Borgarbyggð og á Akranesi í dag, fimmtudaginn 7. nóvember frá klukkan 9.30 og fram á kvöld. Í tilkynningu frá OR segir að þetta sé vegna tenginga á aðveituæð
Tímaáætlun gerir ráð fyrir að fullt rennsli verði komið á aðveituæðina um kl. 17.00 en verði tafir á verkinu getur það leitt til þess að lækka þurfi þrýsting enn frekar þannig að vatnslaust gæti þá mögulega orðið í hluta dreifikerfa í kaupstöðunum.