Nú líður að síðustu söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum árið 2015. Áætlað er að plastið verði sótt dagana 23.-27. nóvember. Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig í þessa söfnun á vegum sveitarfélagsins fyrr á árinu eru beðnir um að senda póst á Hrafnhildi Tryggva hrafnhildur@borgarbyggd.is eða panta símleiðis í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síma 433-7100. Frágangur á plastinu hjá bændum …
Viðtalstími sveitarstjórnar 11. nóvember í Brún
Sveitarstjórn Borgarbyggðar minnir á viðtalstíma í félagsheimilinu Brún, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20:00-22:00. Íbúar eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi.
Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð – 2015-11-09
Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Ísgöng í Langjökli, afþreyingar- og ferðamannasvæði. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. ágúst breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Ísgöng í Langjökli, afþreyingar og ferðamannasvæði dags. 26. júní 2015. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillit var tekið til athugasemda sem bárust samkvæmt greinargerðum dags. 20. maí 2015 og 22. júní 2015 …
Aðstoðarmatráður í mötuneyti Grunnskóla Borgarfjarðar
Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar aðstoðarmatráð að Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Starfshlutfall er 100% og þarf umsækjandi að geta hafið störf um miðjan nóvember. Laun skv. kjarasamningi Kjalar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir skólastjóri í síma 8401520. Umsóknum skal skila á netfangið ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is.
Nýr starfsmaður við afgreiðslu- og innheimtustörf í ráðhúsi Borgarbyggðar
Kristín Lilja Lárusdóttir hefur verið ráðin til ráðhúss Borgarbyggðar við afgreiðslu- og innheimtustörf. Kristín Lilja lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og stundar nú meistaranám í forystu og stjórnun við sama háskóla. Kristín Lilja hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði hún meðal annars í 12 ár hjá Íslandsbanka við hin ýmsu störf tengd banka- og fjármögnunarþjónustu. …
Handverk kvenna í 100 ár
Um liðna helgi stóð Samband borgfirskra kvenna fyrir sýningu á handverki kvenna í 100 ár. Sýningin var liður í því að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna og draga fram í dagsljósið gersemi og sýna afköst og fjölbreytni í handverkinu. Muninrnir komu allir frá konum tengdum Vesturlandi og söfnuðu kvenfélögin í Borgarfirði verkum frá félagsmönnum sínum. Sýningin var sett upp í …
Sérfræðingar á fjölskyldusviði
Harpa Þórðardóttir, MA í sálfræði hefur ráðið sig til starfa í 50% starfshlutfall hjá Borgarbyggð. Hún mun starfa með Ásþóri Ragnarssyni sálfræðingi að greiningu og ráðgjöf í leik- og grunnskólum. Bjarfríður Leósdóttir og Berglind Bjarnadóttir, talmeinafræðingar hafa einnig hafið störf sem verktakar fyrir Borgarbyggð. Þær munu sinna greiningu og ráðgjöf í leik- og grunnskólum eftir samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um …
Skólastjóri Andabæjar
Á fundi byggðarráðs fimmtudaginn 29. október var tillaga fræðslunefndar Borgarbyggðar um að ráða Sigurð Sigurjónsson skólastjóra Andabæjar staðfest. Sigurður útskrifaðist með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1999 og starfaði sem leikskólakennari hjá Kópavogsbæ fram til ársins 2003 er hann tók við starfi leikskólastjóra Skýjaborgar í Hvalfjarðarsveit. Þar starfaði hann til ársins 2011 en þá tók hann við starfi aðstoðarleikskólastjóra …
Vel heppnaðir styrktartónleikar í Borgarneskirkju
Þriðjudaginn 27. október síðstaliðinn stóð Tónlistarskóli Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Borgarneskirkju. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar en allur ágóði af tónleikunum rann til Krabbameinsfélagsins. Tilurð tónleikanna var sú að síðastliðinn vetur höfðu nemendur Tónlistarskólans á Akranesi frumkvæði að tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og á þeim tónleikum var boltanum kastað með áskorun í Borgarfjörð. Formaður Krabbameinsfélags Borgarfjarðar hafði …
Vesturland verðlaunað sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims
Síðdegis í dag var tilkynnt að landshlutinn Vesturland er einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims 2016 samkvæmt leiðsögubóka-útgefandanum Lonely planet. Vesturland hefur átt hlut í þeim vexti sem ferðaþjónustan hefur upplifað síðastliðin ár. Þjónusta og afþreying hefur verið að byggjast upp og eru mörg fyrirmyndarfyrirtæki kominn á legg. Nú er landshlutinn talinn hafa mikla sérstöðu á heimsvísu þegar kemur að vetrarferðamennsku …