Leikskólinn Klettaborg hefur s.l. 2 ár innleitt Leiðtogaverkefnið „The Leader in Me“ sem er hugmyndafræði fyrir skóla byggð á bók Steven R. Covey „The 7 Habits of Highly Effective People“.
Hluti af verkefninu er að skapa skólamenningu sem meðal annars gengur út á að þroska samskiptahæfni barna og kennara byggða á styrkleikum ólíkra einstaklinga í átt til aukinnar samvinnu.
Í leikskólanum var sameiginlega útbúið skilti sem á stendur „SAMAN GETUM VIÐ MEIRA“, Kristján Finnur hjá framkvæmdasviði Borgarbyggðar setti skiltið upp á stafn hússins og í gær söfnuðust allir í leikskólanum saman í stóran hring á bílastæði leikskólans til að fagna. Leiðtogalagið var sungið og hópurinn hrópaði „Saman getum við
meira“!
Skiltið er tákn um að í Klettaborg er lögð áhersla á að allir séu vinir og að ef allir hjálpast að, getum við meira.