Sigurður Friðgeir Friðriksson hefur verið ráðinn aðstoðamaður skipulags- og byggingafulltrúa Borgarbyggðar. Sigurður hefur lokið Msc í landslagsarkitektúr frá University of Copenhagen og BS í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur töluverða þekkingu á umhverfis- og skipulagsmálum meðal annars gegnum störf hjá Bolungurvíkurkaupstað.
Sigurður er boðinn velkominn til starfa hjá Borgarbyggð.
Alls bárust 8 umsóknir en auk Sigurðar sóttu Drífa Gústafsdóttir, Edda Soffía Karlsdóttir, Eygló Kristjánsdóttir, Liza Mulig, Myrra Ösp Gísladóttir, Sindri Birgisson og Valgerður Hlín Kristmannsdóttir um starfið.