Skipulagsmál- kynningarfundur

febrúar 23, 2016
Borgarbyggð boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 24. feb n.k. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Efni fundarins er
kynning Lýsingar á breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Svæði fyrir mótokross í þéttbýli Borgarness.
Á fundinum verður m.a. rætt um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst breytt landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþróttasvæði (Íþ2)og opið svæði (026).
Í lok fundar verða umræður og fyrirspurnir og kaffi á könnunni.
 
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi
 

Share: