Nú eru komin út sorphirðingardagatöl fyrir dreif – og þéttbýli Borgarbyggðar fyrir árið 2017 Hægt er að nálgast þau undir „Þjónusta – umhverfi og skipulag – þjónusta“ Borgarbyggð – Dreifbýli 2017 Borgarbyggð – Þéttbýli 2017
Borgarbraut 59
Samkvæmt úrskurði Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál 143/2016, var byggingarleyfi fyrir Borgarbraut 59 sem gefið var út þann 5. október 2016 fellt úr gildi þann 23.12.2016. Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hefur í ljósi þess tekið ákvörðun um að önnur hæð verði frágengin með reisningu útveggja eininga og innveggja eininga ásamt plötusteypu til að tengja saman veggeiningar og plötu. Það er gert í …
Frístundastyrkur Borgarbyggðar
Borgarbyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Borgarbyggð, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2017 er styrkurinn 10.000 krónur á önn. Vinsamlegast athugið að öll ráðstöfun frístundastyrkja er rafræn. Frístundastyrkur – leiðbeiningar
Þrettándagleði 2017
Þrettándagleði 2017 Þrettándagleði verður haldin í Englendingavík Borgarnesi föstudaginn 6. janúar kl. 20:00 Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars, Varmalandi. Flugeldasýning, fjöldasöngur, jólasveinar, heitt súkkulaði, smákökur og gleði. Ekki er leyfilegt að koma með eigin flugelda á svæðið.
Málefni sveitarfélaga – styrkir til meistaranema
Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 …
Stuðningur vegna húsnæðis
Sveitarfélagið greiðir sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem eru undir ákveðnum tekjumörkum og búa við félagslega erfiðleika og einnig húsnæðisstuðning við börn 15-17 ára sem leigja á heimavistum eða námsgörðum. Umsókn þarf að berast fyrir 15. dag mánaðar til að öðlast rétt í þeim mánuði. Sjá nánar á heimasíðu Borgarbyggðar og einnnig hér: Reglur um stuðning í húsnæðismálun samþykkt tillaga nefndar. …
Opnunartímar íþróttahúsa um áramótin
Opnunartímar íþróttahúsa um áramótin verða sem hér segir: Í Borgarnesi: Opið á gamlársdag 9-12 Lokað nýársdag Kleppjárnsreykir: Lokað gamlársdag og nýársdag Varmaland: Lokað
Borgarbraut 59
Föstudaginn 23. desember sl. felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar frá 3. október sl. um að samþykkja leyfi til að byggja hótelbyggingu, opinn bílakjallara og tæknirými í kjallara við Borgarbraut 59. Framkvæmdir munu því stöðvast þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt en unnið verður að því að festa tryggilega þær einingar sem þegar er búið að reisa til …
Aðalsskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022
Á fundi sínum þann 22. desember sl. samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði Borgarnes. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 15.12.2016. Hún felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er …
Frestun sorphirðu v. veðurs
Lokað er á urðunarstaðnum í Fíflholtum í dag vegna veðurs, og því er ekki unnt að hirða gráu tunnuna í Borgarnesi eins og til stóð skv. sorphirðudagatali. Sorpið verður hirt um leið og veður leyfir. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda.