Græna tunnan í dreifbýli

Sorphirðubíllinn lenti í umferðaróhappi í vetrarfærðinni og  því seinkar hirðingu á grænu tunnunni í dreifbýli í þessari viku. Enginn meiddist og skemmdir urðu óverulegar. Áætlað er að hirðingu ljúki í síðasta lagi um helgina.

Um skipulagsmál

Mörgun þykir skipulagsmál sveitarfélaga vera flókin, seinvirk og erfitt sé fyrir hinn almenna íbúa að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar breytingar á aðal- eða deiliskipulagi sé í undirbúningi. Mikilvægt er allra hluta vegna að einstakir íbúar og félaga- eða hagsmunasamtök af ýmsum toga séu upplýst um þá möguleika sem þeim eru gefnir í því lagaumhverfi sem sveitarfélögin vinna eftir. …

Nýjar heimasíður leikskólanna

Nýjar heimasíður leikskóla voru opnaðar mánudaginn 15. janúar sl. Þar má nálgast almennar upplýsingar um daglegt skólastarf. Heimasíðurnar eru hluti af leikskólakerfi sem leikskólarnir hafa verið að innleiða sem nefnist Karellen https://karellen.is/.  Kerfið býður einnig uppá App fyrir foreldra  en þar sjá þeir viðveruskráningu barna sinna sem og matar- og svefnskráningu. Að auki eru bein samskipti á milli kennara og …

Laust starf við Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 190 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Þroskaþjálfa vantar til starfa við skólann í 100% starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2018. Menntunar …

Umhverfisviðurkenningar 2018

Borgarbyggð veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og hvetur íbúa til  að taka þátt  í að gera Borgarbyggð að sveitarfélagi með snyrtilega ásýnd. Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2018 í eftirfarandi fjórum flokkum: Snyrtilegasta bændabýlið Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála Óskað er eftir …

Sameiginleg æfing slökkviliðsins

Laugardaginn 1. sept var haldinn sameiginleg æfing hjá öllum slökkviliðsstöðvum í Borgarbyggð. Byrjaði æfingin kl 09:30 á fyrirlestrum og ýmsum fróðleik og fór fram í salnum hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar Þar komu Jón Pétursson og Eggert S. Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og héldu fyrirlestra ásamt Heiðari Erni frá Brunarvörnum Árnessýslu sem er nú gamall félagi, einnig kom Sigurður …

165. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ   FUNDUR  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 11. janúar 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.   DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.12.                                     (164) Fundargerðir byggðarráðs 21.12., 4..1.                                     (437, 438) Fundargerð velferðarnefndar 5.1                                    (79) Fundargerðir fræðslunefndar 9.1.                         (164) Fundargerð umhverfis – skipulags og …

Opinn vinnufundur um Áfangastaðaáætlun ferðamála

Markaðsstofa Vesturlands vinnur í samstarfi við Ferðamálastofu að Áfangastaðaáætlun ferðamála fyrir Vesturland (DMP). Framundan eru opnir fundir þar sem unnið er að markmiðasetningu og áherslum í aðgerðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020 fyrir hvert svæði innan landshlutans. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradal verður í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 17:00-20:00. Nánari upplýsingar hjá Markaðsstofu Vesturlands.  

Straumleysi, hangikjöt og sýra

Safnahús tekur þátt í Dimma deginum 12. janúar, en þá er í annað sinn stefnt á uppbrot hversdagsins í héraðinu og upplifun með öðrum hætti. Þess er minnst hve stutt er síðan umhverfið rafvæddist og hvernig samskipti hafa breyst frá því að snjalltæki komu fram. Það eru þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir í Borgarnesi sem gangast fyrir …

Glæsilegur árangur hjá Guðrúnu Helgu

Fjölmenni mætti þegar málverkasýning Guðrúnar Helgu Andrésdóttur var opnuð í Safnahúsinu s.l. laugardag. Einnig seldust nánast öll verkin á opnunardaginn.  Er þetta fágætur árangur hjá myndlistarmanni á fyrstu einkasýningu. Guðrún Helga býr í Borgarnesi og á ættir að rekja í uppsveitir Borgarfjarðar og til Suður-Þingeyjarsýslu; dóttir Þorgerðar Kolbeinsdóttur frá Stóra-Ási og Andrésar Kristjánssonar ritstjóra. Hún hefur lagt stund á myndlist …