Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóma á fundi sínum þann 10. nóvember 2016 að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á Hringvegi (1) um Borgarnes (hjáleið). Á 169. fundi sveitastjórnar þann 12. apríl 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu:
Hringvegur (1) í Borgarnesi – lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Lýsing á breyting á Aðalskipulagi 2010-2022, vegna afturköllunar á færslu Hringvegar (1) við Borgarnes. Vegstæði og áhrifasvæði núverandi Hringvegar (1) er í gegnum Borgarnes. Það liggur í gegnum og á mörkum þéttbýlisins frá Borgarfjarðarbrú, eftir Borgarbraut gegn um Dílatangahæð, Hrafnaklettsholt og að Hringvegi (1) norður. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábendingar vegna lýsingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi miðvikudaginn 09. maí 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Fimmtudaginn 3. maí 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir færslu Hringvegur (1) í Borgarnesi verður kynnt þeim sem þess óska.