Næstkomandi þriðjudag, 24. apríl verður opinn fundur með þjónustuþegum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð.
Fundurinn verður haldinn í salnum á Borgabraut 65a, efstu hæð.
Dagskrá fundar:
Kl. 14 – 14:45 Erindi frá Ingu Björk Margrétar Bjarnardóttur, fyrirspurnir og umræður.
Kl. 14:45 – 15:00 kaffi
15:00 – 15:30 árlegur fundur um þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð. Farið yfir hvað gengur vel og hvað má betur fara.
Allir velkomnir
Búsetuþjónustan og velferðarnefnd