Við upphaf hreinsunarátaks í þéttbýli, þann 17. apríl var haldinn fræðslufundur um gróður í Hjálmakletti.
Ragnar Frank Kristjánsson fjallaði um gróður í þéttbýli og kynnti hugmyndir að breyttri ásýnd Borgarness ef aukin áhersla væri lögð á tré og gróður.
Þá fjallaði Embla Heiðmarsdóttir, ráðgjafi um fjölæringa, um möguleika sem fjölæringar bjóða upp á og hvernig fjölæringabeð geta leyst af hólmi grassvæði eða sumarblóm.
Að lokum fjallaði Öyvind Kulseng, skógfræðingur frá Hvanneyri um trjáklippingar og mikilvægi þess að sinna umhirðu trjáa vel og rétt.