Tilfærsla gáma í dreifbýli

apríl 17, 2018
Featured image for “Tilfærsla gáma í dreifbýli”

Enn er unnið að tilfærslu opinna gámasvæða í sveitarfélaginu, með það að markmiði að færa það nær notendum, þ.e. sumarhúsaeigendum enda hefur reynslan sýnt að ásýnd og umgengni um sorpgáma er mun betri þegar gámar standa ekki við vegi eða í alfaraleið.

Gámarnir við Urriðaá /Grímsstaðaafleggjara verða fjarlægðir á næstu dögum og þeir staðsettir nær sumarhúsahverfum.   Frá þessum stað er um sjö mínútna akstur á gámastöðina við Sólbakka sem er opin alla daga, sunnudag til föstudags milli klukkan 14 og 18 og á laugardagsmorgnum milli klukkan 10 og 14.

Þá er stefnt að því að flokkun úrgangs hefjist í sumarhúsahverfum á næstu vikum, þegar ílátum fyrir endurvinnsluúrgang verður komið fyrir á sumarhúsasvæðum.


Share: