Komdu í lið með okkur!
Okkur vantar deildarstjóra í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli síðan 2005, Heilsuleikskóli síðan 2013, einnig erum við að vinna með verkefnið Leiðtoginn í mér, sjö venjur til árangurs en það er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla í Borgarbyggð. Leikskólinn er vel staðsettur í fallegu umhverfi kletta og náttúru.
Helstu verkefni og ábyrgð deildarstjóra:
Deildarstjóri er þátttakandi í stjórnunarteymi skólans ásamt leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra, sérkennslustjóra og öðrum deildarstjórum. Deildarstjóri fylgist með nýjungum á sviðið kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu. Hann vinnur samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna og tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn leikskólastjóra.
Menntun og færnikröfur:
- Leikskólakennararéttindi
- Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
- Færni í mannlegum samskiptum
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Færni í að tjá sig í ræðu og riti
- Góð íslenskukunnátta
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.
Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Ráðið er í starfið frá og með 1. júní 2018 eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 8. maí 2018.
Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4337170
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til leikskólastjóra á netfangið andabaer@borgarbyggd.is