Starfsfólk og leiðbeinendur Öldunnar lögðu land undir fót þriðjudaginn 13. Mars sl. Haldið var í heimsókn í Sólheima í Grímsnesi og á vinnustofuna Viss á Selfossi. Tekið var vel á móti hópnum í Sólheimum og fékk hann leiðsögn um staðinn, og borðaði síðan með fólkinu á staðnum í hádeginu. Eftir hádegismat voru vinnustofurnar skoðaðar en þar er metnaðarfull starfsemi og …
Gámastöðin í Borgarnesi – Páskaopnun
Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður opin sem hér segir: Mánudagur – miðvikudagur, 26.-28. mars, opið 14:00-18:00 Skírdagur og föstudagurinn langi, 29.- 30. mars – Lokað Laugardagur 31. mars, opið 10:00-14:00 Páskadagur og annar í páskum, 1. -2. apríl – Lokað
Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum – Páskaopnun 2018
Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum – Páskaopnun 2018 Virkir dagar opið kl. 8:00 – 16:00 Pálmasunnudagur opið 13:00 – 18:00 Annar í páskum opið 13:00 – 18:00
Fræðslufundur um plast og sóun
Síðasti fræðslufundurinn um Plast og sóun verður haldinn í Hjálmakletti miðvikudagskvöldið 21. mars og hefst kl. 20. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS – Environice ehf. fjallar um plast og sóun, einkum fatasóun. Allir velkomnir, léttar veitingar í boði. Aðgangur ókeypis.
Vel heppnaður hamingjudagur
Edda Björgvinsdóttir leikkona hélt fyrirlestur um gleði og hamingju í Hjálmakletti fyrir íbúa Borgarbyggðar á sjálfan hamingjudaginn 20. mars sl. Heppnaðist fyrirlesturinn afar vel og mættu yfir 100 manns. Markmiðið með þessum fyrirlestri er að auka hamingju einstaklinga og gera gott bæjarfélag enn betra, styrkja tengsl og stuðla að góðri líðan íbúa Borgarbyggðar. Hér má nálgast glærur Eddu. Borgarbyggð (ath: stórt …
Sundlaugin í Borgarnesi – Páskaopnun
Sundlaugin í Borgarnesi – Páskaopnun 2018 Mánudagur – miðvikudagur 26. – 28. mars 6:00 – 22:00 Skírdagur 29. mars 9:00 – 18:00 Föstudagurinn langi 30. mars Lokað Laugardagur 31. mars 9:00 – 18:00 Páskadagur 1. …
Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig vel í lestraráskorun
Fyrir jól tóku nemendur í 5. 6. og 7. Bekk Grunnskóla Borgarfjarðar þátt í lestraráskoruninni „100 bækur“. Lestraráskorunin er haldin á hálfs árs fresti og er markmiðið að þeir nemendur sem taka þátt eiga að ná því markmiði að lesa hundrað bækur innan ákveðins tíma. Í 5.-7.bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar voru þrír nemendur sem náðu þessum áfanga. Tveir nemendur voru …
Matráður óskast á leikskólann Andabæ á Hvanneyri
Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Andabæ. Um er að ræða 100% stöðu frá 23. apríl 2018. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti leikskólans. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur. Helstu verkefni: að elda og framreiða mat í matar- og kaffitímum, að sjá um innkaup, frágangur og þrif auk …
Plast og sóun
„Egla tekur til hendinni“ er umhverfisverkefni hjá Borgarbyggð en markmiðið með því verkefni er að draga úr notkun plasts og minnka sóun. Í samstarfi við UMÍS Environice ehf. í Borgarnesi, sem er ráðgjafarfyrirtæki í umhverfismálum, og kvenfélög í héraði, hefur verið ákveðið að bjóða upp á fræðsluerindi um plast og sóun. Um er að ræða u.þ.b. klukkustundar langan fyrirlestur og …
Hundrað ár frá fyrsta bílnum
Ný örsýning hefur verið sett upp í Safnahúsi með fróðleik og ljósmyndum úr lífi Magnúsar Jónassonar, sem eignaðist fyrsta bílinn sem kom í Borgarnes fyrir hundrað árum. Magnús var fæddur árið 1894, á Galtarhöfða í Norðurárdal. Hann fór ungur að heiman til Reykjavíkur og lærði þar á bíl frostaveturinn mikla 1917-1918. Hann lauk prófinu í febrúar 1918 og eignaðist sama …