Aðstoðarslökkviliðsstjóri óskast tímabundið

júní 6, 2018
Featured image for “Aðstoðarslökkviliðsstjóri óskast tímabundið”

Auglýst er eftir aðstoðarslökkviliðsstjóra til tímabundinna starfa fyrir Borgarbyggð

Borgarbyggð óskar eftir að ráða aðstoðarslökkviliðsstjóra í 25% tímabundið starf í sex mánuði vegna forfalla. Um er að ræða afleysingastarf sem felst í stjórnun, útköllum og öðrum almennum störfum slökkviliðsins.

Aðstoðarslökkviliðsstjóri stjórnar og ber daglega ábyrgð á Slökkviliði Borgarbyggðar í forföllum slökkviliðsstjóra. Hann hefur bakvaktaskyldu utan dagvinnutíma í samvinnu við slökkviliðsstjóra.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu sendar til borgarbyggd@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar veita Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í síma 437-2222 bjarnik@borgarbyggd.is og Ragnar Frank Kristjánsson í síma 433-7100 ragnar@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 13. júní nk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

 

Hæfniskröfur:

Löggiltur slökkviliðsmaður með a.m.k. 4 ára starfsreynslu í hlutastarfandi slökkviliði

Þekking og þjálfun í brunamálum og á sviði brunavarna

Iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærileg menntun

Skipulagshæfni og fagmennska

Sveigjanleiki og góðir mannlegir samskiptahæfileikar

Æskilegt að vera staðkunnugur í Borgarbyggð

 

Starfssvið:

Staðgengill slökkviliðsstjóra í fjarveru hans

Almenn störf slökkviliðs í samráði við slökkviliðsstjóra

 


Share: