Aukin gæði í frístundastarfi fyrir börn og ungmenni

júní 6, 2018
Featured image for “Aukin gæði í frístundastarfi fyrir börn og ungmenni”

Fundur var haldinn í Hjálmakletti 5. júní sl. þar kynnt voru hlutverk, leiðarljós, markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila fyrir 6- 9 ára börn sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sett fram, sjá nánar frétt um málið á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/03/26/Timamot-i-starfi-fristundaheimila-/

Ragnar S. Þorsteinsson verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnti gæðaviðmið fyrir starf frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn og Steingerður Kristjánsdóttir frá menntavísindasviði Háskóla Íslands fjallaði stuttlega um helstu rannsóknir á starfi frístundaheimila og mikilvægi þeirra í lífi barna í dag. Meðal viðfangsefna voru hlutverk forstöðumanna frístundaheimila, gildi frjálsa leiksins, óformlegt nám, fagmennska í frístundastarfi, samstarf þvert á faghópa og daglegur rekstur og samvinna milli frístundaheimila.

Á fundinn mættu starfsmenn frístundaheimila og fulltrúar Borgarbyggðar og UMSB.

 


Share: