17. júní í Borgarbyggð

júní 7, 2018
Featured image for “17. júní í Borgarbyggð”

Borgarnes

Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð og skemmtiatriði á Skallagrímsvelli

Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli

Íbúar Latabæjar heimsækja hátíðina

Húlladúllan – húlla skemmtiatriði og húlla fjör fyrir fjölskylduna

 

Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar

Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins

Pylsusala

 

Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju

Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista

 

Kl. 12:00 Akstur fornbíla og bifhjóla

Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn og stilla bílum sínum og bifhjólum upp hjá sundlauginni í Borgarnesi

 

Kl. 13:00 Andlitsmálning í Óðali

Andlitsmálning og hitað upp fyrir skrúðgöngu

 

Kl. 14:00 Skrúðganga

Gengið er frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð

Fánaborg á vegum Skátafélags Borgarness

Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar

 

Kl. 14:20 Hátíðar- og skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði

Kynnar: Elís Dofri Gylfason og Þórunn Birta Þórðardóttir

Hátíðarræða forseta sveitarstjórnar

Ávarp fjallkonunnar

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Söngatriði frá félagsmiðstöðinni Óðal

Dansatriði frá Sumarfjöri undir stjórn Daða Freys Guðjónssonar

Hljómlistarfélagið heldur uppi fjöri

 

Kl. 14:00 – 17:00 Á hátíðarsvæðinu í Skallagrímsgarði

Hoppukastalar

Andlitsmálning

Góðgæti til sölu

 

Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala í Skallagrímsgarði 

Kaffisala kvenfélagsins

 

Kl. 13:00 – 17:00 Safnahús

Í Safnahúsi eru fimm sýningar og enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins

  • Börn í 100 ár – grunnsýning
  • Ævintýri fuglanna – grunnsýning
  • Spegill litrófsins – sýning á ljósmyndum Áslaugar Þorvaldsdóttur og hækum Sigríðar Kr. Gísladóttur
  • Pourquoi pas – strandið við Mýrar 1936
  • Magnús Jónasson bílstjóri – veggspjaldasýning

Hvanneyri

UMF Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli í skrúðgöngu að skjólbeltunum kl. 11:30. Grill á staðnum og hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman.

Reykholtsdalur

Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl. 11:00. Farið verður frá Gróf kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hangikjötsveisla og hátíðardagskrá í Logalandi kl. 13:00. Hátíðarræða, fjallkonan, leikir og karamelluflugvél. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir.

 

Lundarreykjadalur

Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá sem hefst kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið.

 

 


Share: