52. Bikarkeppni FRÍ á laugardaginn

Laugardaginn 28. júlí fer fram 52. bikarkeppni FRÍ. Keppnin fer fram í Borgarnesi, byrjar klukkan tólf og er lokið klukkan þrjú. Sjö lið eru skráð til leiks í karlaflokki og níu lið í kvennaflokki. Félögin sem senda inn lið eru Breiðablik, UMSS, FH, ÍR, KFA, HSK og svo sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar. Í kvennaflokki senda FH og ÍR inn …

Breytingar á þjónustu Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar

Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í Borgarbyggð líkt og undanfarin misseri og enn fleiri framkvæmdir, stórar sem smáar, eru í bígerð. Mikilvægt að umsóknir um framkvæmdir berist sveitarfélaginu með góðum fyrirvara svo að vinnsla og afgreiðsla bygginga- og skipulagsmála gangi sem greiðast fyrir sig. Brýnt er að innsend hönnunargögn sem fylgja umsóknum séu fullnægjandi svo að hægt sé að …

Sundlaugar í Borgarbyggð

Framkvæmdir hafa staðið yfir við sundlaugina í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum í vor. Saunatunnu hefur verið komið fyrir á sundlaugasvæðinu í Borgarnesi. Einnig hefur kaldi potturinn verið endurnýjaður og vaðlaugin einnig. Þrír heitir pottar eru við sundlaugina, einn með sérstöku kraftnuddi og iðulaug með frábæru nuddi. Í Borgarnesi er að auki innilaug, eimbað beint úr Deildartunguhver og góð sólbaðsaðstaða þegar …

Vinnuskólinn

Um sextíu ungmenni taka þátt í Vinnuskólanum í sumar. Í annað skiptið er nemendum í 7. bekk boðin vinna í sumar og er helmingur þátttakenda á þeim aldri. Að öðru leyti er Vinnuskólinn fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Vinnan felst aðallega í fegrun og snyrtingu opinna svæða, námi í grunnatriðum við almenna vinnu, stundvísi, meðferð og frágang áhalda …

Viðgerð á stiga

Unnið verður að viðgerð á stiga milli Berugötu og Þórunnargötu í Borgarnesi, dagana 24.,25  og 26. júlí.  Meðal annars verður skipt um klæðningu á þrepum og búast má við að loka þurfi fyrir alla umferð um stigann meðan á viðgerð stendur. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar

Síma- og viðtalstímar

Frá og með þriðjudeginum 7. ágúst nk. verða síma- og viðtalstímar með eftirfarandi hætti í skipulags-, umhverfis-, landbúnaðar- og byggingamálum hjá Borgarbyggð: Símatímar: kl. 10-11 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga Viðtalstímar: kl. 11-12 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga  Umsóknareyðublöð fyrir lóðir, byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi, stöðuleyfi, úttektir, gæludýrahald o.fl. má nálgast rafrænt hér. Leiðbeiningar fyrir byggingarleyfisumsóknir eru aðgengilegar hér. Einnig er hægt að senda …

Safnahús Borgarfjarðar fékk viðurkenningu frá Grapevine

Rýnihópur ferðatímaritsins Grapevine hefur veitt Safnahúsi viðurkenningu og telur sýningar hússins í fremstu röð. Er þetta afar ánægjulegt fyrir Borgarbyggð sem hefur ákvæði um framúrskarandi safnastarf meðal markmiða sinna í menningarmálum. Meðal þess sem tilgreint er við grunnsýningar hússins er að í annarri þeirra sé sýnt eftirminnanlega fram á þær gríðarlegu breytingar sem æska landsins stóð frammi fyrir á 20. …

Skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg

Skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.  Menntun og færnikröfur: Leikskólakennararéttindi Jákvæðni, frumkvæði og …

173. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR   FUNDARBOÐ   FUNDUR    Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 5. júlí 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.   DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 13.6.                                     (172) Fundargerðir byggðarráðs 14.6, 21.6. 28.6. (454, 455, 456) Fundargerð umhverfis-skipulags- og landbún. 22.6 (64) Kosning í nefndir og ráð Ráðningarsamningur sveitarstjóra Borgarnesi …

Starfsmann vantar í Andabæ

Leikskólinn Andabær á Hvanneyri Komdu í lið með okkur! Okkur vantar leikskólakennara í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Við erum Grænfánaskóli síðan 2005, Heilsuleikskóli síðan 2013, einnig erum við að vinna með verkefnið Leiðtoginn í mér, …