Grunnskólinn í Borgarnesi fær styrk úr menntahluta Erasmus+

Grunnskólinn í Borgarnesi fær 34.156 evra styrk vegna verkefnisins „Enjoyable MATHS“. Um er að ræða samstarfsverkefni skóla í fjórum löndum, en auk Íslands taka Tékkland, Ítalía og Spánn þátt í verkefninu. Meðal markmiða þess er að kynnast mismunandi aðferðum sem notaðar eru við stærðfræðikennslu og gefa nemendum tækifæri til að umgangast jafnaldra frá öðrum löndum og kynnast menningu þeirra og …

Kortavefur Borgarbyggðar orðinn notendavænni

Nú hefur kortavefur Borgarbyggðar verið uppfærður. Allt teikningasafn Borgarbyggðar hefur verið yfirfært á PDF-form. Þetta gerir að verkum að þægilegra er að skoða, hala niður eða áframsenda teikningar af öllum mannvirkjum innan sveitarfélagsins, jafnt gamlar teikningar sem nýjar. Vonandi mun þessi uppfærsla koma að góðum notum fyrir alla notendur vefsins.

Útboð v. ljósleiðara

Útboð fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar var auglýst af Ríkiskaupum þann 31. ágúst sl. Í tengslum við auglýsingu útboðsins var hönnun á legu ljósleiðarakerfisins birt á kortasjá Borgarbyggðar sem er að finna á vef sveitarfélagsins (borgarbyggd.is). Þar segir eftirfarandi: „Hönnun á legu ljósleiðarakerfisins er nú aðgengileg á kortasjá sveitarfélagsins. Í val glugga hægra megin á kortasjánni er valinn reiturinn …

Vinátta í Klettaborg

Blær vináttubangsi kom úr sumarfríi á miðvikudaginn. Það var Darri Atlason flugmaður og pabbi Daða á Ólátagarði sem „kom með Blæ í flugvél“ alla leið frá Ástralíu, að auki fengu ný börn á Kattholti og Sjónarhóli lítinn Blæ til eignar sem þau munu geyma hér og nota í leikskólastarfinu. Börnin á báðum deildum fengu kort með heim til að kynna …

Frétt um almannavarnarnefnd

Almannavarnanefnd Vesturlands kom saman föstudaginn 31. ágúst sl. í Borgarnesi. Fundurinn var fyrsti fundur sameinaðrar almannavarnarnefndar, en áður voru almannavarnanefndir þrjár á Vesturlandi. Nefndina skipa oddvitar, sveitar- og bæjarstjórar sveitarfélaganna á Vesturlandi auk lögreglustjóra Vesturlands, yfirlögregluþjóns og slökkviliðsstjóra. Á fundinum var Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, kosinn formaður nefndarinnar og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, varaformaður. Á fundinum var rætt …

175. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

FUNDARBOÐ FUNDUR   Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 13. September 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 5.7.                                     (174) Fundargerðir byggðarráðs 30.8. , 6.9.                          (460, 461) Fundargerð velferðarnefndar 31.8. (85) Fundargerð umhverfis – skipulags …

Samningur um gatnagerð

Í morgun var undirritaður verksamningur milli Borgarverks ehf annars vegar, og Borgarbyggðar, Veitna ohf, Rarik ohf, Mílu ehf og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf hins vegar, um gatnagerð og tilheyrandi lagnakerfi í nýrri götu, Rjúpuflöt á Hvanneyri. Hér er um  fyrsta samninginn að ræða sem gerður er um gatnagerð  hér í sveitarfélaginu frá því fyrir hrun. Markar hann því nokkur tímamót.  Myndin …

Útboð ljósleiðara

Ríkiskaup hafa auglýst, fyrir hönd Ljósleiðara Borgarbyggðar, kt. 550318-1560, eftir tilboðum í lagningu ljósleiðararöra, niðursetningu brunna, uppsetningu tengiskápa, blástur og/eða ídrátt ljósleiðarastrengja ásamt tengingum blástursröra og ljósleiðara í Borgarbyggð. Tilboðsfrestur er til 9. október n.k. Tengistaðir, sem eru styrkhæfir úr Fjarskiptasjóði, verða samtals rúmlega 500.  Um er að ræða stærsta einstaka verkefni í lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi. Lagning …

Leikskólakennarar miðla þekkingu

Tveir leikskólakennarar kynntu stjórnendum leikskóla lokaverkefni sín í meistaranámi. Margrét Halldóra Gísladóttir fjallaði um meistaraverkefni sitt sem ber titilinn „Það eiga allir rétt á að vera hluti af hópi“ um skólastefnuna skóli án aðgreiningar og hvernig orðræða fjögurra deildarstjóra í leikskólum birtist gagnvart henni. Einnig voru skólanámskrár leikskólanna þar sem deildarstjórarnir starfa skoðaðar og kannað hvernig skólastefnan skóli án aðgreiningar …