Við viljum minna á kynningarferð Persónuverndar sem farin verður um landið nú næstu daga.
Ný persónuverndarlöggjöf, byggð á reglugerð Evrópusambandsins, tók gildi hérlendis 15. júlí síðastliðinn en löggjöfin markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Af því tilefni heldur Persónuvernd í kynningarherferð um landið þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju löggjöfina. Sérstaklega verður fjallað um það hvaða þýðingu löggjöfin hefur fyrir einstaklinga og réttindi þeirra, og þær kröfur sem hún gerir til fyrirtækja, stjórnvalda og annarra ábyrgðaraðila.
Dagsetningar funda í næstu viku eru eftirfarandi:
Reykjanesbær – Hljómahöll, Hjallavegi 2, mánudaginn 19. nóvember kl. 13-15.
Borgarnes – Hjálmaklettur, Borgarbraut 54, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 12:30-14:30.
Reykjavík – Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, mánudaginn 26. nóvember kl. 13-15.(Fundinum verður streymt á vefsíðu Persónuverndar)
Erindi flytja Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, og Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Persónuverndar: Hér.
Svo áætla megi fjölda þátttakenda eru fundarmenn vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.