Mynduðu hjarta á baráttudegi gegn einelti

nóvember 14, 2018
Featured image for “Mynduðu hjarta á baráttudegi gegn einelti”

Fimmtudagurinn 8 nóvember var árlegur baráttudagur gegn einelti. Í tilefni þess fóru nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi á íþróttavöllinn og mynduðu þar hjarta til að sýna samstöðu í baráttu gegn einelti.

Börnin okkar eiga rétt á því að líða vel í skóla. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Til þess að svo megi vera þurfum við öll að leggja okkur fram og leggja áherslu á virðingu, samkennd, jákvæð samskipti og skilning.

Einelti er ekki einstaklingsbundinn vandi þeirra barna sem fyrir því verða, það er mein sem fullorðnir þurfa að axla ábyrgð á að uppræta. Tölum vel um annað fólk, verum fyrirmyndir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.


Share: