Það tilkynnist hér með að tilboð frá SH Leiðarinn ehf., kt. 550904-2920 í ofangreindu útboði hefur verið valið enda tilboðið metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendu útboðslýsingar.
Samkvæmt 1. mgr. 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) er óheimilt að gera samning í kjölfar ákvörðunar um val tilboðs fyrr en að liðnum tíu daga biðtíma , frá deginum eftir að tilkynning skv. 1. og 2. mgr. 85. mgr. telst birt. Biðtími hefst 02.11.2018 og lýkur 12.11.2018. Verði ákvörðun þessi ekki kærð og útboðið stöðvað er heimilt að ganga til samninga við SH Leiðarann ehf. frá og með 13.11.2018.
Samkvæmt 85. gr. OIL eiga bjóðendur rétt á að fá rökstuðning fyrir höfnun á tilboðum sínum, sendi þeir um það skriflega beiðni (bréf, fax, tölvupóstur) til Ríkiskaupa innan 14 daga frá því að bjóðanda var tilkynnt ákvörðun. Ríkiskaup munu svara beiðninni eigi síðar en 15 dögum eftir að hún berst. Tilkynningu um val tilboðs og rökstuðning skv. beiðni skal senda öllum fyrirtækjum sem ekki hefur verið hafnað eða vísað frá innkaupaferli með endanlegri ákvörðun.
Ríkiskaup og Borgarbyggð þakka fyrir þátttökuna.