Teymiskennsla og betri bekkjarbragur í skólum Borgarbyggðar

Stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk grunnskóla Borgarbyggðar hafa nýtt endurmenntunar- og starfsdaga vel í upphafi skólaársins 2018-2019. Margir þeirra sótti ráðstefnu á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun um teymiskennslu undir yfirskriftinni „Ber er hver að baki …“ í Ingunnarskóla í Reykjavík þann 14. ágúst sl. Vinnustofunni stýrði dr. Andrea Honigsfeld en hún hefur skrifað fjórar bækur um teymiskennslu. Þann 15. …

Skólasetning grunnskóla Borgarbyggðar

Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur 22. ágúst 2018 í hverri deild fyrir sig sem hér segir. Hvanneyri kl 10:00, Kleppjárnsreykjum kl 12:00, Varmalandi kl 14:00. Eftir skólasetningu verður kynning á námsefni vetrarins inn í stofu hjá umsjónakennurum. Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi (1. – 4. bekkur) mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi …

Tilkynning frá meirihluta sveitarstjórnar

Í ljósi fréttflutnings varðandi málefni aðila að Borgarbraut 55 sendir meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar frá sér eftirfarandi tilkynningu. Það er vilji meirihluta sveitastjórnar að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borgarbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi. Í ljósi hennar ákvað meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar að fá lögfræðilegt álit til að geta tekið faglega og upplýsta afstöðu í áframhaldandi samningaviðræðum. Í …

Sumarlestri lokið

Sumarlestri Héraðsbókasafns Borgarfjarðar lauk fyrir stuttu og var þátttaka afar góð auk þess sem börnin lásu meira hvert fyrir sig en verið hefur.  Er þetta ánægjuleg þróun. Á næstunni verður uppskeruhátíð í Safnahúsi fyrir þessa duglegu lestarhesta þar sem þau fá viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Sumarlesturinn stóð yfir frá 10. júní – 10. ágúst, en hann er fyrir börn á …

Leikskólinn Andabær – laust starf í mötuneyti

Starfssvið, verkefni og ábyrgð: Að annast öll almenn störf í eldhúsi og þvottahúsi í samvinnu við matráð leikskólans. Aðstoð í mötuneyti ber ábyrgð á matseld, innkaupum og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í fjarveru matráðs. Hæfniskröfur: Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á skólaaldri. Hreinlæti og snyrtimennska er skilyrði. Einnig er frumkvæði og góð færni í mannlegum samskiptum mikilvæg. …

Fjölmargir frá UMSB á Unglingalandsmóti – 2018

UMSB sendi stóran hóp á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina. 61 var skráður til keppni fyrir UMSB. Óhætt er að segja að keppendur UMSB hafið staðið sig vel í hinum ýmsu greinum. Mikil samheldni var í hópnum og hvöttu keppendur hvert annað og voru til fyrirmyndar á öllum sviðum.  Fjölmenn grillveisla var haldin á laugadagskvöldinu þar sem keppendur, foreldrar, …

Frístundastarf í grunnskólum Borgarbyggðar

Frístund er dagvist fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Hlutverk Frístundar er að mæta þörfum yngstu nemenda með því að skapa þeim öruggan og notalegan samastað, þar sem þeir geta sótt ýmis námskeið og leikið sér í frjálsum leik. Frístund leitast við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna að móta sér sjálfstæðar …

Frístundaleiðbeinendur óskast í Frístund í Borgarnesi

Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í frístund í Borgarnesi. Starfið felst í frístundastarfi með börnum á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13:00-16:00 alla virka daga. Einnig vantar leiðbeinanda sem getur unnið á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:00-16:00. Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundastarfi. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina börnum í leik og starfi Skipulag …

Skrifstofa umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar lokuð föstudaginn 3.ágúst n.k.

Ágætu íbúar Borgarbyggðar Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar lokuð föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, þann 3. ágúst. Við afsökum óþægindin sem þetta kann að valda. Þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, þann 7. ágúst, taka gildi nýir viðtalstímar starfsmanna sviðsins. Markmiðið með viðtalstímunum er að bæta þjónustu við íbúa og hraða úrvinnslu erinda.