Sýningu Páls að ljúka

    Páll Guðmundsson á Húsafelli varð fimmtugur þann 27. mars síðastliðinn og stendur af því tilefni yfir málverkasýning í Reykjavík Art Gallery. Sýningin heitir Vinir mínir og eru þar samankomnar ýmsar persónur úr lífi Páls. Að öðrum ólöstuðum er Páll einn mesti listamaður héraðsins. Sýning Páls er afskaplega skemmtileg og Borgfirðingar eru hvattir til að láta hana ekki framhjá …

Hundaskítur um allan bæ

Hundaeigendur eru minntir á að þeim ber skylda til að hreinsa upp eftir hunda sína. Það er brot á samþykkt sveitarfélagsins að gera það ekki. Nú þegar vorar og snjóinn tekur upp af gangstéttum og götum kemur í ljós að hundaeigendur eru í hæsta máta kærulausir með að hreinsa upp eftir hundana. Þetta er ákaflega hvimleitt fyrir gangandi vegfarendur og …

Opinn fundur á Bifröst

Föstudagskvöldið 17. apríl verður opinn fundur á Bifröst með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Fundurinn verður í Hriflu og hefst klukkan 20:00. Að loknum framsöguerindum hefjast umræður með þátttöku áheyrenda. Allir velkomnir. (fréttatilk.)    

Ekki missa af Töðugjaldaballinu!

Ungmennafélag Reykdæla hefur undanfarið sýnt söng- og gleðileikinn “Töðugjaldaballið -sendu mér sms-” eftir Bjartmar Hannesson og Hafstein Þórisson við frábærar undirtektir. Bjartmar samdi texta og talað mál en tónlistin er öll eftir Hafstein. Nú eru einungis tvær sýningar eftir, föstudaginn 17. apríl og laugardaginn 18. apríl. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal. Miðapantanir í símum 691 1182 og …

Nemendur Varmalandsskóla skoða Gullpenslana

Rúmlega 30 nemendur í myndlistarvali í Varmalandsskóla komu í heimsókn í Safnahúsið í síðustu viku. Þau fengu leiðsögn um sýninguna Börn í 100 ár af starfsfólki safnahúss, og leiðsögn Helenu Guttormsdóttur um Gullpenslasýninguna. Helena ræddi við nemendur um ýmsar tegundir lista og mismunandi skoðanir á þeim, auk þess sem þau gerðu stutt verkefni um listaverkin. Vonandi höfðu krakkarnir bæði gagn …

Bændur funda með frambjóðendum

Bændur boða til opinna funda í tengslum við alþingiskosningarnar á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 16. apríl. Öllum framboðum er boðið að senda fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargeiranum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30. Fundurinn í þessu kjördæmi verður á Hótel Borgarnesi. Tilvonandi alþingismenn verða spurðir ákveðinna spurninga sem m.a. snúa að …

Vegna könnunar um skólamál og þjónustu

Könnunin sem nú stendur yfir í Borgarbyggð og Skagafirði, þar sem íbúum gefst tækifæri á að tjá skoðun sína á þróun skólamála og þjónustu í sveitarfélögunum, hefur almennt verið vel tekið. Nú eru þeir sem ekki hafa komið því við að svara hvattir til að gera það en góð þátttaka eykur gildi rannsóknarinnar.    

Snorrastofa – Sturla Þórðarson og konurnar

Þriðjudagskvöldið 21. apríl klukkan 20:30 mun Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofu Sigurðar Nordals og rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber heitið Sturla Þórðarson og konurnar. Fyrirlesturinn er hluti af sk. Fyrirlestrum í héraði, sem styrktir eru af Menningarráði Vesturlands. fréttatilkynning Í fyrirlestri sínum fjallar Úlfar um tilfinningalegt, vitsmunalegt og fjárhagslegt samband Sturlu …

Ekki missa af Línu!

Ungmennafélagið Íslendingur hefur undanfarið sýnt leikritið um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren við frábærar undirtektir. Nú eru einungis tvær sýningar eftir, aukasýning í kvöld, miðvikudaginn 8. apríl og örfá sæti eru laus á síðustu sýninguna á morgun, fimmtudag. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Miðapantanir í símum 661 2629, 437 1227 og 895 4343. Athugið að hægt er …

Páskaopnun í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum verða báðar opnar yfir páskana. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður opin alla daga frá kl. 09.00 – 18.00 og á Kleppjárnsreykjum verður opið frá kl. 13.00 – 17.00. Sjá auglýsingu hér.