Nemendur Varmalandsskóla skoða Gullpenslana

apríl 15, 2009
Rúmlega 30 nemendur í myndlistarvali í Varmalandsskóla komu í heimsókn í Safnahúsið í síðustu viku. Þau fengu leiðsögn um sýninguna Börn í 100 ár af starfsfólki safnahúss, og leiðsögn Helenu Guttormsdóttur um Gullpenslasýninguna. Helena ræddi við nemendur um ýmsar tegundir lista og mismunandi skoðanir á þeim, auk þess sem þau gerðu stutt verkefni um listaverkin. Vonandi höfðu krakkarnir bæði gagn og gaman af sýningunum og starfsfólk safnahúss þakkar þeim fyrir komuna.
Sýning Gullpenslana í Safnahúsi stendur yfir til 17. apríl næstkomandi.
 

Share: