Hundaskítur um allan bæ

apríl 16, 2009
Hundaeigendur eru minntir á að þeim ber
skylda til að hreinsa upp eftir hunda sína. Það er brot á samþykkt sveitarfélagsins að gera það ekki. Nú þegar vorar og snjóinn tekur upp af gangstéttum og götum kemur í ljós að hundaeigendur eru í hæsta máta kærulausir með að hreinsa upp eftir hundana. Þetta er ákaflega hvimleitt fyrir gangandi vegfarendur og til mikillar óprýði fyrir ásýnd bæjarins.
 

Share: