Sýningu Páls að ljúka

apríl 16, 2009

 
 
Páll Guðmundsson á Húsafelli varð fimmtugur þann 27. mars síðastliðinn og stendur af því tilefni yfir málverkasýning í Reykjavík Art Gallery. Sýningin heitir Vinir mínir og eru þar samankomnar ýmsar persónur úr lífi Páls. Að öðrum ólöstuðum er Páll einn mesti listamaður héraðsins. Sýning Páls er afskaplega skemmtileg og Borgfirðingar eru hvattir til að láta hana ekki framhjá sér fara en henni lýkur nú um helgina.

Páll er kominn út af ættlegg Snorra sjálfs á Húsafelli. Hann nam við Myndlistar og handíðaskóla Íslands og síðar í listaháskóla í Köln í Þýskalandi. Hann er fjölhæfur listamaður og fæst jafnt við höggmyndir, vatnsliti, olíumálverk, liti úr steinum, bergþrykk og svellþrykk, auk þess sem hann spilar verk eftir gömlu meistarana á steinhörpur sínar.
 

Share: