Ungmennafélag Reykdæla hefur undanfarið sýnt söng- og gleðileikinn “Töðugjaldaballið -sendu mér sms-” eftir Bjartmar Hannesson og Hafstein Þórisson við frábærar undirtektir. Bjartmar samdi texta og talað mál en tónlistin er öll eftir Hafstein. Nú eru einungis tvær sýningar eftir, föstudaginn 17. apríl og laugardaginn 18. apríl. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal.
Miðapantanir í símum 691 1182 og 693 4832.
Athugið að hægt er að taka myndir af eiginkonunum með
Sveinbirni G. Hjaltalín hestamanni að lokinni sýningu