Tónleikar í Reykholtskirkju

Laugardaginn 15. ágúst næstkomandi er boðið til afar sérstæðra tónleika í Reykholtskirkju kl. 15.00 Tónlistarmennirnir Martin Frewer, sem leikur á barrokfiðlu og Dean Ferrell, sem leikur á violone og basse de violon munu flytja Talnabandssónöturnar eftir Bæheimska tónskáldið Heinrich Biber (1644 – 1704). Tónleikarnir verða í þrennu lagi með hléum á milli. Flutningur tekur þrjár klukkustundir. Hugmyndin er að menn …

Fundur í Sveitarstjórn Borgarbyggðar

46.fundur í sveitarstjórn Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 13. ágúst 2009 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl.16:30.   Dagskrá: 1. Fundargerð sveitarstjórnar 25.06 (45) 2. Fundargerðir byggðarráðs 01.07 (120), 08.07 (121), 22.07 (122), 05.08 (123) og 12.08 (124) 3. Fundargerð félagsmálanefndar 22.07 (33) 4. Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 07.07 (58) og 11.08 (59) 5. Aðalskipulag Borgarbyggðar  

Hryssa í óskilum

Brún útigengin óafrökuð tveggja vetra hryssa hefur verið í óskilum á Ölvaldsstöðum í Borgarbyggð síðan í maí. Hryssan er ekki mörkuð og að öllum líkindum ekki örmerkt. Ekki hefur tekist að finna eigandann þrátt fyrir eftirgrennslan.   Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu (437 1686) eða Björgu (433 7100) ef þið teljið ykkur kannast við hryssuna.  

Hestur í óskilum

Brúnn þriggja til sex vetra stóðhestur var handsamaður við Hrafnkelsstaði í síðustu viku og er í vörlsu eftirlitsmanns. Hann er ómarkaður. Ekki er vitað hvort hann er örmerktur.   Upplýsingar um hestinn gefur Halldór (8923044) og Björg (4337100).  

Metmánuður í sundlaugum

Það hefur heldur betur verið annasamt í sundlaugum sveitarfélagsins í sumar enda hefur landinn ferðast mikið innanlands eins og spáð var. Sundlaugar á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum hafa fengið svipaðan fjölda gesta í stærsta mánuði sumarsins júlí eða um 1.800 gesti sem er veruleg aukning frá í fyrra.   Sundlaugin Borgarnesi sló öll met fékk tæplega 20.000 gesti í júlímánuði sem …

Nytjamarkaður í Brákarey 8. ágúst

Það verður nytjamarkaður í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 8. ágúst kl. 12.00 – 16.00Allur ágóði rennur til styrktar starfi Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í sumar út ágúst.Um leið og þakkað er frábærar viðtökur þá er minnt á að hægt er enn að taka við dóti frá þeim sem vilja styrkja starf deildarinnar. Á markaðnum er …

Opnun Tómstundarskólans

Tómstundaskólinn opnar þriðjudaginn 11. ágúst. Opið verður frá kl. 08.00 – 16.00 alla daga fram að skólabyrjun. Þeir sem ætla að nýta sér vistun þessa vinsamlegast sendið tölvupóst á gunny@grunnborg.is eða hafið samband við ritara grunnskólans. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 10. ágúst.    

Læða í óskilum í Borgarnesi

Brúnbröndótt læða u.þ.b. þriggja mánaða hefur verið að sniglast um í Bjargslandinu síðustu daga. Íbúi við Fálkaklett hefur skotið skjólshúsi yfir köttinn í dag. Þetta er ekki sami köttur óg auglýstur var í gær en hann var á sömu slóðum og eigandi hans hefur gefið sig fram. Hægt er að hringja í síma 821 6697 (Rósa) til að ná í …

Sýning Katrínar stendur til 21. ágúst

Vegna óvenju mikillar aðsóknar hefur hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur í Safnahúsi: “Þá er það frá” verið framlengd til 21. ágúst n.k. Nú þegar hafa um 750 manns sótt sýninguna heim og ekkert lát virðist á vinsældum hennar. Athygli vekur hvað allt handbragð er vandað auk þess sem hönnun Katrínar hefur hlotið lof, en þar gætir m.a. áhrifa frá íslenska þjóðbúningnum. Uppstilling …