Sýning Katrínar stendur til 21. ágúst

ágúst 5, 2009
Vegna óvenju mikillar aðsóknar hefur hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur í Safnahúsi: “Þá er það frá” verið framlengd til 21. ágúst n.k. Nú þegar hafa um 750 manns sótt sýninguna heim og ekkert lát virðist á vinsældum hennar. Athygli vekur hvað allt handbragð er vandað auk þess sem hönnun Katrínar hefur hlotið lof, en þar gætir m.a. áhrifa frá íslenska þjóðbúningnum. Uppstilling sýningarinnar þykir bæði smekkleg og stílhrein en þar er kallaður fram andblær liðins tíma í bland við nútíma hönnun og handverk.
Sýningin er opin kl. 13.00-18.00 virka daga eða á öðrum tímum eftir samkomulagi við Katrínu (www.katy.is).
 
Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir
 

Share: