Metmánuður í sundlaugum

ágúst 7, 2009
Það hefur heldur betur verið annasamt í sundlaugum sveitarfélagsins í sumar enda hefur landinn ferðast mikið innanlands eins og spáð var.
Sundlaugar á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum hafa fengið svipaðan fjölda gesta í stærsta mánuði sumarsins júlí eða um 1.800 gesti sem er veruleg aukning frá í fyrra.
 
Sundlaugin Borgarnesi sló öll met fékk tæplega 20.000 gesti í júlímánuði sem er metmánuður frá upphafi og því tæplega 700 manns á dag að meðaltali sem segir hve vinsæl laugin er og mikilvæg afþreying.
Þess ber að geta að sundlaugar í dreifbýlinu eru mun minna opnar í sumar heldur en verið hefur og hefur það sennilega áhrif á gestatölur sumarsins þar þótt aukning sé á milli ára.
 
Nú fer gestum að fækka í ágúst þegar skólaundirbúningur fer að hefjast og pláss að aukast í klefum og pottum. Viljum við hvetja heimamenn að koma í laugarnar með fjölskyldur sínar næstu daga og helgar og njóta samveru og sólar í sundlaugunum okkar í enda sumars.
ij
 

Share: