Tónleikar í Reykholtskirkju

ágúst 12, 2009
Laugardaginn 15. ágúst næstkomandi er boðið til afar sérstæðra tónleika í Reykholtskirkju kl. 15.00 Tónlistarmennirnir Martin Frewer, sem leikur á barrokfiðlu og Dean Ferrell, sem leikur á violone og basse de violon munu flytja Talnabandssónöturnar eftir Bæheimska tónskáldið Heinrich Biber (1644 – 1704). Tónleikarnir verða í þrennu lagi með hléum á milli. Flutningur tekur þrjár klukkustundir. Hugmyndin er að menn geti komið þegar þeim hentar. Aðgangur er ókeypis í boði tónlistarmannanna og Reykholtskirkju. Allir velkomnir og eru menn hvattir til þess að hlýða á sérstaka tónlist í flutningi afburða tónlistarmanna.
 
 

Share: