Nytjamarkaður í Brákarey 8. ágúst

ágúst 7, 2009
Það verður nytjamarkaður í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 8. ágúst kl. 12.00 – 16.00
Allur ágóði rennur til styrktar starfi Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.
Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í sumar út ágúst.
Um leið og þakkað er frábærar viðtökur þá er minnt á að hægt er enn að taka við dóti frá þeim sem vilja styrkja starf deildarinnar. Á markaðnum er allt mögulegt selt; leikföng, bækur, fatnaður, skór, búsáhöld, skrautmunir, húsgögn, vínilplötur, dekk, reiðhjól ofl.ofl.
Hafið samband ef þið eruð að taka til í geymslunni eða skúrnum og þá mun þetta verða sótt til ykkar. Hringið í Pálma í síma 869 7092 eða Gunnar í síma 898 9219.

 

Share: