Kór Menntaskólans við Hamrahlíð á ferð um Borgarfjörð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi í Borgarfirði dagana 17. – 19. apríl. Kórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 16.00. Sunnudaginn 18. apríl syngur kórinn við messu kl. 14.00 í Borgarneskirkju og um kvöldið verða almennir tónleikar í hátíðarsal Háskólans á Bifröst kl. 20.00.Mánudaginn 19. apríl heldur kórinn ferna skólatónleika, í Varmalandsskóla (fyrir nemendur Varmalandsskóla og …

Fræðslufundur um einelti

Fræðslufundur um einelti verður haldinn Menntaskóla Borgarfjarðar næstkomandi mánudag 19. apríl og hefst kl. 20.00. Fyrirlesarar verða Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri, frá samtökunum Heimili og skóli og Ingibjörg Baldursdóttir talsmaður Liðsmanna Jeríkó, samtaka um einelti. Fræðslufundurinn er í boði svæðisráðs foreldrafélaga grunnskólanna í Borgarbyggð, þ.e. frá grunnskólunum á Varmalandi, Borgarnesi og frá Grunnskóla Borgarfjarðar. Allir foreldrar í Borgarbyggð sem eiga …

Félag skógarbænda á Vesturlandi – aðalfundur

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl klukkan 18.00 að Hótel Hamri við Borgarnes. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka jafnframt með sér nýja félaga.

Köttur í óskilum 2010-04-13

Óskilaköttur er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns. Hann var handsamaður við Böðvarsgötuna. Kötturinn er svartur með hvítt fremst á loppunum og hvíta rönd eftir bringunni og upp á trýni. Hann er með grænt hálsband og ekki útigenginn. Eigandi þessa kattar er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu …

Íslensku safnaverðlaunin

Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð safna) standa saman að íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr.Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum. Til greina koma söfn og einstök verkefni á sviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Bent er á …

Slökkviliðið með æfingu á Hvanneyri

Í gær, mánudaginn 12. apríl var Slökkvilið Borgarbyggðar með rýmingaræfingu í grunnskólanum á Hvanneyri og fræðslu fyrir starfsfólk grunn- og leikskólanna um viðbrögð við eldsvoða og notkun handslökkvitækja. Að lokum var verkleg æfing í notkun á handslökkvitækjum og eldvarnateppum.    

Krakkarnir á Uglukletti heimsóttu ráðhúsið

“Nýverið komu elstu börnin úr leikskólanum Uglukletti í heimsókn í ráðhúsið. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða merki sveitarfélagsins sem búið er að setja upp í anddyri ráðhússins, en krakkarnir höfðu búið merkið til og afhent sveitarstjóra þegar hann heimsótti þau fyrir áramótin. Eftir að hafa drukkið svala og borðað vel af kleinum, skoðað kort af Borgarnesi og sagt helstu fréttir …

Sorphirða – útboð

Sveitarfélögin Akranes, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur óska eftir tilboðum í verkið “Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi” . Verktími: 1. júlí 2010 – 1. júlí 2015 Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds á geisladiski í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 – 18, 300 Akranes frá og með þriðjudeginum 13. apríl næstkomandi. Hægt verður að fá gögnin afhent á pappír …

Uppboð – óskilahross

Mánudaginn 26. apríl 2010 kl. 18:00 verða eftirtalin óskilahross, sem handsömuð voru í Borgarbyggð síðast liðinn vetur, boðin upp, hafi réttmætir eigandur ekki gefið sig fram áður:     1. Hestur, jarpur ca. 15 vetra. Frostmerktur 11. 2. Hestur, mósóttur ca. 4 vetra. Ómerktur. 3. Hestur, rauður ca. 16 vetra. Ómerktur. 4. Hestur, rauður ca. 14 vetra. Frostmerktur L-2. 5. …

Viðtalstímar sveitastjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar verður með viðtalstíma á eftirtöldum stöðum miðvikudaginn 14. apríl kl. 17,oo – 19,oo Í Lyngbrekku: Þar verða Sveinbjörn Eyjólfsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Torfi Jóhannesson Í Ráðhúsinu í Borgarnesi: Þar verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Leifsson og Þór Þorsteinsson. Í skrifstofunni Litla-Hvammi í Reykholti: Þar verða Jenný Lind Egilsdóttir, Haukur Júlíusson og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. Íbúar eru hvattir til …