Slökkviliðið með æfingu á Hvanneyri

apríl 13, 2010
Í gær, mánudaginn 12. apríl var Slökkvilið Borgarbyggðar með rýmingaræfingu í grunnskólanum á Hvanneyri og fræðslu fyrir starfsfólk grunn- og leikskólanna um viðbrögð við eldsvoða og notkun handslökkvitækja. Að lokum var verkleg æfing í notkun á handslökkvitækjum og eldvarnateppum.
 
 

Share: