Uppboð – óskilahross

apríl 12, 2010
Mánudaginn 26. apríl 2010 kl. 18:00 verða eftirtalin óskilahross, sem handsömuð voru í Borgarbyggð síðast liðinn vetur, boðin upp, hafi réttmætir eigandur ekki gefið sig fram áður:
 
 
1. Hestur, jarpur ca. 15 vetra. Frostmerktur 11.
2. Hestur, mósóttur ca. 4 vetra. Ómerktur.
3. Hestur, rauður ca. 16 vetra. Ómerktur.
4. Hestur, rauður ca. 14 vetra. Frostmerktur L-2.
5. Hryssa, jörp, ca. 4 vetra. Ómerkt.
Uppboðið mun fara fram í Reiðhöllinni að Vindási (Faxaborg) norðan við Borgarnes.
Greiðsla skal fara fram við hamarshögg. Ekki verður tekið við greiðslum með ávísunum eða kreditkortum.
 
F.h. Sýslumannsins í Borgarnesi.
Jón Einarsson fulltrúi
 
 

Share: