Ný stjórn SSV

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem lauk um síðustu helgi var Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, kosinn formaður. Aðrir stjórnarmenn eru: Björn Bjarki Þorsteinsson, Borgarbyggð Gunnar Sigurðsson, Akraneskaupstað Hallfreður Vilhjálmsson, Hvalfjarðarsveit Kristjana Hermannsdóttir, Snæfellsbæ Sigríður Bjarnadóttir, Borgarbyggð Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfjarðarbæ    

Háskólaráð Borgarfjarðar: Sameiginlegir hagsmunir

Háskólaráð Borgarfjarðar er samstarfsvettvangur Landbúnaðarháskóla Íslands, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Borgarbyggðar. Einnig situr fulltrúi Snorrastofu í ráðinu. Háskólaráðið hefur komið að fjölmörgum málum og má þar nefna að á sínum tíma kviknaði hugmyndin að Menntaskóla Borgarfjarðar í því. Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og lektor við LbhÍ sagði að á fundi í Háskólaráði Borgarfjarðar hefði verið fjallað um samskipti …

Leitar upplýsinga um stríðsárin

John L. Dixon frá Durham á Bretlandi var nýlega á ferð í Safnahúsi. Erindi hans var að leita upplýsinga um herdeild föður síns, Roberts Bagnall Dixon, sem lést 1998. Hafði Dixon yngri áhuga á að fá ljósmyndir úr Borgarnesi frá stríðsárunum vegna vefsíðu sem hann er að setja á fót um herdeild föður síns. Faðir hans var í 70. fótgönguliðsherdeild …

Félagsmiðstöðin Bifröst

Starfsmaður óskast til að halda utan um kvöldstarf í félagsmiðstöð unglinga, Gauknum Bifröst í vetur. Um er að ræða félagsmiðstöðvarstarf 1 x í viku fyrir unglinga í 7. – 10. bekk frá kl. 20.00 – 22.00 Starfsmaður þarf að hafa áhuga og helst reynslu af að vinna með unglingum og vera drífandi í að leiða þetta starf með þeim. Að …

Námskeið í olíumálun

Símenntunarmiðstöðin hyggst halda námskeið í olíumálun ef næg þátttaka fæst. Farið verður í undirstöðuatriði olíumálunar, litblöndun. Myndbyggingu, áferð og íblöndun. Unnið verður á pappír og striga. Pappír og strigi er innifalið í námskeiðsgjaldi en þátttakendur taka með sér olíuliti og pensla. Kennt verður að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, mánudaga kl. 19-21 frá 13. september til 25. október. Kennari er Áslaug …

Ný símanúmer í Grunnskóla Borgarfjarðar

  Grunnskóli Borgarfjarðar hefur nú fengið ný símanúmer. Aðalnúmer skólans er 430 1500 og þar fæst samband við allar deildir skólans. Símaskrá skólans má nálgast hér.  

Opnunartími leikskóla

Leikskólabörn í ráðhúsheimsókn á öskudaginnByggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. september síðastliðinn að lengja daglegan opnunartíma leikskóla til kl. 16:30 frá og með 1. október næstkomandi. Föstudagslokun vegna starfsmannafunda verður óbreytt út yfirstandandi ár en byggðarráð felur fræðslunefnd að skoða möguleika að breyttu fyrirkomulagi frá og með árinu 2011.  

Byggðasafni færð rauðvínsflaska úr Pourquoi Pas?

Byggðasafni Borgarfjarðar hefur verið færð kærkomin gjöf. Um er að ræða aldraða rauðvínsflösku úr rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? sem fórst við Mýrar í september 1936. Það var Eysteinn Sveinbjörnsson sem færði safninu flöskuna, en hún hefur verið varðveitt hjá honum allar götur síðan skipið fannst á hafsbotni sumarið 1961, eða í tæplega hálfa öld. Ennfremur kom hann með blaðaúrklippur frá þeim …

Vetrarstarf að fara af stað

Nú er sá tími að vetrardagskrá í íþrótta- og æskulýðsmálum er kynnt bæði sem í boði er á vegum sveitarfélagsins og einnig hjá frjálsum félagasamtökum sem sinna sínu mikilvæga starfi. Á heimasíðu þessari undir íþróttir- og æskulýðsmál má sjá hvað er í boði auk þess sem heimasíður deilda eru með nánari upplýsingar um starf sitt og æfingatöflur. Við hvetjum alla …

Íslenska Gámafélagið ehf. tekur við

Undanfarna daga hefur starfsfólk gámafyrirtækja verið að skipta út gámum á gámavöllum í Borgarbyggð. Eins og kunnugt er, var í kjölfar útboðs, samið við Íslenska Gámafélagið ehf. um sorphirðu í Borgarbyggð til næstu fimm ára. Íbúar eru beðnir að sýna þessum breytingum skilning en fljótlega má búast við að gámastöðvar verði fullbúnar að nýju. Um leið og við bjóðum Íslenska …