Vetrarstarf að fara af stað

september 3, 2010
Nú er sá tími að vetrardagskrá í íþrótta- og æskulýðsmálum er kynnt bæði sem í boði er á vegum sveitarfélagsins og einnig hjá frjálsum félagasamtökum sem sinna sínu mikilvæga starfi.
Á heimasíðu þessari undir íþróttir- og æskulýðsmál má sjá hvað er í boði auk þess sem heimasíður deilda eru með nánari upplýsingar um starf sitt og æfingatöflur. Við hvetjum alla að vera með í starfinu í vetur og taka virkan þátt í gefandi frítímastarfi. Undir íþróttamiðstöðvum má sjá tilboð fyrir almenning og æfingatöflur fyrir börn og unglinga.
Í sumar var ágætis aðsókn í allar laugar enda sumarið einstaklega gott og enn eitt metið var slegið í sundlauginni í Borgarnesi þegar tæplega 25.000 gestir heimsóttu okkur í júlí sem er mikil bæting frá fyrra ári og skýrist aðallega á unglingalandsmótinu. Eins var júní einnig metmánuður með um 11.000 gestum. Sjá dagskrá vetrar hér.
ij
 
 

Share: