Undanfarna daga hefur starfsfólk gámafyrirtækja verið að skipta út gámum á gámavöllum í Borgarbyggð.
Eins og kunnugt er, var í kjölfar útboðs, samið við Íslenska Gámafélagið ehf. um sorphirðu í Borgarbyggð til næstu fimm ára.
Íbúar eru beðnir að sýna þessum breytingum skilning en fljótlega má búast við að gámastöðvar verði fullbúnar að nýju.
Um leið og við bjóðum Íslenska Gámafélagið velkomið til starfa í sveitarfélaginu, þökkum við Gámaþjónustu Vesturlands fyrir samstarfið á liðnum árum.
Framkvæmdasvið