Blóðbankabíllinn í Borgarnesi á þriðjudag – 2010

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 7. desember næstkomandi kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Með fullri reisn – lokasýningar

Ungmennafélagið Íslendingur hefur undafarið sýnt leikritið “Með fullri reisn” í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Leikstjóri er Margrét Ákadóttir. Nú er komið að lokasýningum hjá félaginu og verða síðustu sýningar laugardaginn 4. desember og sunnudaginn 5. desember og hefjast kl. 20.30.  

Aðventutónleikar Kóraborgar

mynd_bhsAðventutónleikar Kóraborgar verða í Reykholtskirkju í kvöld, fimmtudaginn 2. desember og hefjast kl. 20.30. Kóraborg eru samtök kóra í Borgarfjarðarhéraði og nágrenni og er þetta í annað sinn sem tónleikarnir eru haldnir á þeirra vegum. Áður voru þessir tónleikar kenndir við Sparisjóð Mýrasýslu. Hér má sjá dagskrá tónleikanna.    

Laus staða sálfræðings

Sálfræðingur óskast í 70% starf við félagsþjónustu Borgarbyggðar. Um er að ræða nýja stöðu vegna yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða. Helstu verkefni eru þjónusta við börn og fjölskyldur og barnavernd. Við leitum að einstaklingi með fjölbreytta reynslu sem er tilbúinn til að taka frumkvæði og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála, svigrúm …

Laust starf kennara

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara til starfa upp úr miðjum febrúar 2011 á Varmalandi v/ fæðingarorlofs. Um er að ræða umsjónakennslu í 5.-6.bekk. Húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 430-1514/847-9262  

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2010. Nánari upplýsingar    

Sýning á verkum Birgis Björnssonar

Næstkomandi þriðjudag kl. 17.00 verður opnuð í Safnahúsi sýning á málverkum eftir Borgnesinginn Birgi Björnsson. Um er að ræða sölusýningu í samstarfi Safnahúss og körfuboltadeildar Skallagríms, sem á verkin og rennur allur söluhagnaður af þeim til starfsemi hennar. Myndirnar á sýningunni eru gjöf til deildarinnar frá fjölskyldu Birgis, en hann lést í árslok 2009. Sýningin mun standa til 14. desember …

Tilkynning frá sýslumanni

Það tilkynnist hér með að þar sem réttur eigandi hefur gefið sig fram og leyst hestinn til sín, verður ekkert af uppboði óskilahests, sem fram átti að fara fimmtudaginn 2. desember 2010 kl. 17:00 í Reiðhöllinni að Vindási (Faxaborg) norðan við Borgarnes. Borgarnesi 29. nóvember 2010. F.h. Sýslumannsins í Borgarnesi. Jón Einarsson, fulltrúi    

Frá Umhverfis- og skipulagsnefnd

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 15. nóvember síðastliðinn voru, meðal annars, til umfjöllunar erindi frá Orkustofnun og Fiskistofu.   Orkustofnun vill minna landeigendur á tilkynningaskyldu landeigenda vegna jarðboranna. Samkvæmt 1. mgr. 10.gr. laga nr. 57/1998 er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til ylræktar, iðnaðar og iðju, …

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi sunnudaginn 28. nóvember kl. 17.00 Dagskrá : Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar Jólasveinarnir koma af fjöllum og gleðja börnin – jólatónlist Heitt kakó veitt á staðnum Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar Borgarbyggð * Ef veður er slæmt verður athöfninni frestað, vinsamlegast leitið upplýsinga samdægurs hér á …