Laus staða sálfræðings

nóvember 30, 2010
Sálfræðingur óskast í 70% starf við félagsþjónustu Borgarbyggðar. Um er að ræða nýja stöðu vegna yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða.
Helstu verkefni eru þjónusta við börn og fjölskyldur og barnavernd.
Við leitum að einstaklingi með fjölbreytta reynslu sem er tilbúinn til að taka frumkvæði og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála, svigrúm til nýrra verkefna og vinnubragða og fjölskylduvænan vinnustað
Launakjör eru skv. kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknum skal skila til félagsmálastjóra Borgarbyggðar, Ráðhúsinu, Borgarbraut 14, fyrir 15. desember n.k.
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri í s: 4337100, netfang:hjordis@borgarbyggd.is.
 

Share: