Innritun í tónlistarskólann og vortónleikar

  Nú stendur yfir innritun nýnema í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hægt er að sækja um bæði símleiðis, 437 2330 og á netfanginu: tskb@simnet.is.     Það sem koma þarf fram er: Nafn umsækjanda: Kennitala umsækjanda: Hljóðfæri: Símanúmer (heimasími+gsm): Heimilisfang (lögheimili): Netfang: Nafn og kennitala foreldris/greiðanda: Annað sem þú vilt taka fram:   Nánari upplýsingar í fréttabréfi sem sést með því að …

Ný tré í Skallagrímsgarði

Þann 21. september í fyrra kom í heimsókn til Borgarbyggðar 50 manna hópur frá skrifstofu náttúru og útivistar hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar til að skoða garða og útivistarsvæði í Borgarbyggð. Í lok dags þá gaf Reykjarvíkurborg Borgarbyggð 5 tré sem plantað var daginn eftir í Skallagrímsgarði. Þetta voru tegundirnar Kínareynir (Sorbus Vilmorinii), Rósareynir (Sorbus Rosa), 2 Steinbjarkir (Betula ermanii …

Ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

Opnuð hefur verið í Safnahúsi Borgarfjarðar sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar (1907-1967), blaðamanns og ljósmyndara frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Sýningin er sett upp í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og um er að ræða vinnuuppstillingu þar sem fólk er beðið að gefa frekari upplýsingar um myndirnar sé þess kostur. Myndirnar eru af mannlífi í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum fyrir og um miðja …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2012

Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar mun í samstarfi við Landbúnaðarnefnd veita umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum í ár. Veittar verða viðurkenningar fyrir besta frágang lóðar við íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, snyrtilegasta bændabýlið og auk þess verður veitt sérstök viðurkenning Umhverfis- og skipulagsnefndar. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum um hverjir eigi að hljóta viðurkenningar í ofantöldum flokkum. Tilnefningar skal senda til Bjargar Gunnarsdóttur …

Matjurtagarðar til leigu 2012

Líkt og undanfarin ár er íbúum Borgarbyggðar gefinn kostur á að leigja sér matjurtagarða til ræktunar í sumar. Garðarnir eru í landi Gróðrarstövarinnar Gleymérei í við Borgarnes og verða tilbúnir til afhendingar nú í maíbyrjun. Tvær stærðir eru í boði, 15 m2 á kr. 3.950 og 30 m2 á kr. 5.600. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur …

Fyrirlestur í Snorrastofu – Ástríður og Jósep

Síðasti fyrirlestur Snorrastofu þennan veturinn verður þriðjudaginn 8. maí næstkomandi. Þá mun Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli flytja fyrirlestur um þau mekishjón, Ástríði Þorsteinsdóttur frá Húsafelli og Jósep Elíesersson, sem ættaður var úr Húnaþingi. Lengst af bjuggu þau á Signýjarstöðum, eða frá 1901-1946. Þegar skyggnst er yfir ævi þeirra kemur margt forvitnilegt í ljós. Athafna- og framtakssemi Jóseps var við brugðið …

Grunnskólinn í Borgarnesi – lausar stöður

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar staða/stöður grunnskólakennara. Kennslugreinar eru almenn kennsla á miðstigi og textílmennt. Áhugasamir kennarar eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra, Kristján Gíslason, kristgis@grunnborg.is, í síma 437-1229 eða 898-4569 og fá þannig frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Einnig er bent á heimasíðu skólans, www.grunnborg.is . Umsóknarfrestur er til 15. maí.  

Laust starf við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

Starfsmaður óskast í fullt starf við leikskólann Hnoðraból frá og með 9. ágúst 2012. Starfið skiptist þannig, 60% staða matráðs og 40% staða inn á deild. Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-19 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa …

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í mars 2012

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í mars 2012. Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar” má einnig sjá árangurinn í janúar og febrúar 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.  

Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju

Tveir nemendur eru að ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þær Birna Kristín Ásbjörnsdóttir og Hallbjörg Erla Fjeldsted. Framhaldsprófstónleikarnir verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 20:00. Birna Kristín stundar píanónám hjá Jónínu Ernu Arnardóttur. Hún hefur komið fram við ýmis tækifæri meða annars með Kór Menntaskóla Borgarfjarðar. Einnig hefur hún sótt masterklassa hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni, László Baranay …