Ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

maí 8, 2012
Opnuð hefur verið í Safnahúsi Borgarfjarðar sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar (1907-1967), blaðamanns og ljósmyndara frá Signýjarstöðum í Hálsasveit. Sýningin er sett upp í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og um er að ræða vinnuuppstillingu þar sem fólk er beðið að gefa frekari upplýsingar um myndirnar sé þess kostur. Myndirnar eru af mannlífi í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum fyrir og um miðja síðustu öld og má þar sjá margar athyglisverðar myndir bæði af stöðum og fólki. Sýningin verður opin til 20. ágúst alla virka daga frá 13-18 og á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Þess má geta að í kvöld (8. maí) flytur Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti um foreldra Þorsteins, þau Jósep G. Elíeserson og Ástríði Þorsteinsdóttur.
 
 

Share: