Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju

maí 2, 2012
Tveir nemendur eru að ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þær Birna Kristín Ásbjörnsdóttir og Hallbjörg Erla Fjeldsted. Framhaldsprófstónleikarnir verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 20:00.
Birna Kristín stundar píanónám hjá Jónínu Ernu Arnardóttur. Hún hefur komið fram við ýmis tækifæri meða annars með Kór Menntaskóla Borgarfjarðar. Einnig hefur hún sótt masterklassa hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni, László Baranay og Jacek Tosik-Warszawiak.
Hallbjörg Erla stundar píanónám hjá Birnu Þorsteinsdóttur. Hún hefur víða komið fram, meðal annars leikið dinnertónlist í Norrænu. Hún hefur stundað söngnám jafnframt píanónáminu og tekið þátt í ýmsum söngleikja- og óperusýningum á vegum skólans.
Þær munu flytja fjölbreytta dagskrá á tónleikunum, meðal annars Svítu eftir Bach, kafla úr sónötum eftir Beethoven, Impromptu eftir Schubert og tónlist eftir frönsk og íslensk tónskáld.
Tónleikarnir í Borgarneskirkju eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
 

Share: