Fyrirlestur í Snorrastofu – Ástríður og Jósep

maí 7, 2012
Síðasti fyrirlestur Snorrastofu þennan veturinn verður þriðjudaginn 8. maí næstkomandi. Þá mun Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli flytja fyrirlestur um þau mekishjón, Ástríði Þorsteinsdóttur frá Húsafelli og Jósep Elíesersson, sem ættaður var úr Húnaþingi. Lengst af bjuggu þau á Signýjarstöðum, eða frá 1901-1946. Þegar skyggnst er yfir ævi þeirra kemur margt forvitnilegt í ljós. Athafna- og framtakssemi Jóseps var við brugðið og setti hann meðal annars upp verlsun við Kljáfoss. Þá var persónuleiki Ástríðar ekki síður áhugaverður og kvöldstundin verður tileinkuð lífshlaupi þeirra beggja og þátttöku í samfélagi horfins tíma. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30.
 

Share: