Ný tré í Skallagrímsgarði

maí 9, 2012
Þann 21. september í fyrra kom í heimsókn til Borgarbyggðar 50 manna hópur frá skrifstofu náttúru og útivistar hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar til að skoða garða og útivistarsvæði í Borgarbyggð. Í lok dags þá gaf Reykjarvíkurborg Borgarbyggð 5 tré sem plantað var daginn eftir í Skallagrímsgarði. Þetta voru tegundirnar Kínareynir (Sorbus Vilmorinii), Rósareynir (Sorbus Rosa), 2 Steinbjarkir (Betula ermanii (kamtchatka, B.J.)) og Bergreynir (Sorbus x ambigius). Þrátt fyrir mikið snjófarg sem á þeim lá í vetur eru þau óbrotin og virðast ætla að dafna vel.
Síðast komu ný tré í garðinn árið 2008 þegar plantað var í kringum sviðið plöntum frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, Gróðrastöðinni Gleymmérei og annars staðar í garðinum trjám frá Skógrækt ríkisins í Skorradal.
 

Share: